Bókaverðlaun barnanna 2016

1 mar

bokaverlaunbarnanna2016Halló krakkar!
Eru þið búin að lesa einhverja af þessum bókum? Endilega takið  þátt í að velja bestu barnabók liðins árs!

Lesendur á aldrinum 6-15 ára geta valið bestu barnabækur sem komu út árið 2015. Ein íslensk bók og ein þýdd bók fá verðlaun, höfundur og þýðandi. Hver lesandi má velja 1-3 bækur með því að fylla út kjörseðil og skila honum í sérstakan kassa. Kosningu lýkur 1. apríl. Úrslit á landsvísu verða tilkynnt á sumardaginn fyrsta, í Borgarbókasafni Reykjavíkur.

Verið endilega með, atkvæðaseðla er hægt að nálgast á bókasafninu og í skólanum. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir úr potti þátttökuseðla og fá þeir bókaverðlaun.

Veggspjald. (pdf.)