Hvað er ég með í láni?

Viðskipavinir bókasafna fá afhent lykilorð þegar þeir fá skírteini. Með lykilorðinu geta lánþegar skráð sig inn á „Mínar síður“ á  leitir.is (Opnast í nýjum vafraglugga) og/eða á gegnir.is

Týnist lykilorð má biðja um nýtt í afgreiðslu safnsins gegn framvísun skírteinis. Vinsamlegast athugið að breyta lykilorði við fyrstu innskráningu, þannig er öryggi lánþegaupplýsinga best tryggt.

Á Mínum síðum geta viðskiptavinir m.a. :

 • Séð hvaða bækur viðkomandi er með í láni og skiladagsetningu.
 • Endurnýjað lán.
 • Lagt inn frátektarbeiðnir / pantanir.
 • Yfirlit yfir fyrri útlán (100 síðustu).
 • Yfirlit yfir gjaldfærslur.
 • Breytt lykilorði við fyrstu innskráningu, þannig er öryggi lánþegaupplýsinga best tryggt.
 • Breytt notandaupplýsingum um sig, t.d. heimilisfangi, símanúmeri, netfangi o.sfrv.

Munið að skrá ykkur út af ykkar svæði (Mínar síður). Það er gert með því að smella á Útskrá.

Eftir sem áður er viðskiptavinum velkomið að hringja í bókasafnið og spyrjast fyrir um stöðu sína eða fá láni framlengt. Síminn er 480 6628.

LEIÐBEININGAR UM INNSKRÁNINGU

Eftir að hafa fengið lykilorð frá Bókasafninu er hægt að skrá sig inn á „Mínar síður“ á Leitir.is.

 • Farið á Leitir.is (Opnast í nýjum vafraglugga)
 • Smellið á „Innskráning“ efst uppi á síðunni.
 • Vinstra megin á skjánum er kennitalan slegin inn (án bandstriks) í reitinn sem merktur er Notandi og síðan lykilorðið í lykilorðareitinn.
 • Smellið á Innskrá
 • Undir flipanum „Mínar síður“ er hægt að skoða upplýsingar um útlán, frátektir og fleira.
 •  Nánari leiðbeiningar má sjá hér (Opnast í nýjum vafraglugga).

Ef spurningar vakna og/eða ef þú lendir í vandræðum með innskráningu, þá endilega hafið samband í síma 480 6628 eða sendið tölvupóst á netfangið bokasafn@fludir.is