Bækur
Á Bókasafni Hrunamanna eru í kringum 15.000 bækur. Þær eru flokkaðar samkvæmt Dewey kerfinu. Þar má meðal annars finna skáldsögur eftir íslenska og erlenda höfunda. Gott safn barna- og unglingabóka. Ævisögur og fræðibækur skipa stóran sess í safninu. Bókasafninu hefur borist bókagjafir í gegnum tíðina, bæði stórar og smáar og stuðlað þannig að vexti og viðgangi safnsins. Kæru þakklæti er hér með komið á framfæri.
Tímarit
Bókasafnið er áskrifandi að mörgum tímaritum sem gefin eru út mánaðarlega. Má þar meðal annars nefna Vikuna, Gestgjafann, Hús og Híbýli. Að auki er bókasafnið áskrifandi að Rauðu seríunni, Andrés Önd myndasögusyrpunni, o.fl. Það má því alltaf finna eitthvað nýtt efni í hverri viku.
Erlendar bækur
Á safninu má finna nokkuð úrval erlendra skáldsagna á ensku, þýsku og dönsku. Haustið 2005 hófst vinna við að tengja bókakost safnsins við Gegni.