Bókaverðlaun barnanna 2017

27 apr

Nú eru úrslit ljós í Bókaverðlaunum barnanna 2017. Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur umsjón með verkefninu en þá gefa börnin þeim bókum sem þeim finnst skemmtilegastar atkvæði sitt og fer kosning fram í almenningsbókasöfnum og skólasöfnum um land allt. Valin er ein bók eftir íslenskan höfund og ein eftir erlendan höfund.
Á landsvísu hlutu bækurnar Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason og
Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni eftir Jeff Kinney flest atkvæði.

Góð þátttaka var hjá nemendum í Flúðaskóla þar sem eftirfarandi 3 bækur hlutu flest atkvæði:
Justin Bieber, konungur poppsins eftir Illuga Jökulsson
Þín eigin hrollvekja eftir Ævar Þór Benediktsson
Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur

Bókasafn Hrunamanna þakkar nemendum í Flúðaskóla kærlega fyrir þátttökuna en þrír heppnir þátttakendur voru dregnir úr potti þátttökuseðla og fengu þau bók og spil að gjöf með þakklæti fyrir þátttökuna.