Siljan – Myndbandasamkeppni 2017

18 jan

Í þriðja sinn stendur Barnabókasetur Íslands fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk og geta allir nemendur á landinu tekið þátt.

Nemendur geta unnið einir eða í hópi. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku á árunum 2014-2016.

Peningaverðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu myndböndin í hvorum flokki og að auki fær skólasafn sigurvegaranna bókaúttekt fyrir safnið.

Skilafrestur er til 10. mars 2017.
Sjá nánari upplýsingar um keppnina: http://barnabokasetur.is/

Við hvetjum alla til að taka þátt :0)