Bókagjöf

7 jún

 

Emil Rafn Kristófersson sem var að klára 3. bekk Flúðaskóla kom heldur betur færandi hendi á bókasafnið núna um daginn. Hann gaf bókasafninu 6 bækur um Pappírs-Pésa en höfundur er Herdís Egilsdóttir.

Pappírs-Pési er mörgum kunnur, en fyrir rúmlega 20 árum kom út bók um hann, sem og kvikmynd og sjónvarpsþættir. Nýju bækurnar um Pappírs-Pésa eru byggðar á sama grunni, en nú lendir hann í nýjum ævintýrum sem ekki sér fyrir endann á.

Við þökkum Emil kærlega fyrir þessa góðu gjöf og hvetjum alla, stóra sem smáa, að lesa þessar skemmtilegu bækur.

Myndir