Niðurstöður úr Bókaverðlaunum barnanna 2016

10 maí

Í apríl höfðu börn á aldrinum 6-15 ára tækifæri til að velja uppáhalds barnabókina af þeim sem gefnar voru út á árinu 2015.

Í ár tóku um 4000 börn um allt land þátt í kosningunni og fór valið fram á Borgarbókasafninu, í grunnskólum og í bókasöfnum um allt land.

Niðurstaðan á landsvísu er að bókin Mamma Klikk! eftir Gunnar Helgason fékk afgerandi kosningu sem vinsælasta frumsamda barnabókin, með helmingi fleiri atkvæði en sú næsta í röðinni. Verðlaun fyrir vinsælustu þýddu barnabókina hlaut Helgi Jónsson fyrir Dagbók Kidda klaufa : besta ballið.

Þátttaka nemenda í Flúðaskóla var mjög góð. Niðurstöður úr kosningunni urðu þær, að bókin Mamma Klikk! hlaut flest atkvæði. Síðan voru bækurnar Risaeðlur í Reykjavík og Bert og hrukkótta kerlingin í öðru sæti með jafnmörg stig.

Aðrar bækur sem fengu atkvæði voru:

Skósveinarnir
Þín eigin goðsaga
Minecraft bækurnar
Óvættaför
Hrúturinn Hreinn
Kafteinn Ofurbrók
Leitin að tilgangi unglingsins

Þrír nemendur voru dregnir úr potti þátttökuseðla og fengu þau bók að launum. Það voru þau Björgvin Svan Mánason í 2. bekk, Jón Valgeir Ragnarsson í 4. bekk og Sigurlinn María Sigurðardóttir í 8. bekk.

Um leið og við óskum þeim til hamingju þá viljum við þakka öllum fyrir þátttökuna í Bókaverðlaunum barnanna 2016.

Sjáumst hress og kát á bókasafninu 🙂