Bókasafnsdagurinn 2015 : Lestur er bestur – fyrir alla

20 sep

Bókasafnsdagurinn 2015 var haldinn þriðjudaginn 8. september. Markmið dagsins er fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu.  Það er Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, sem gengst fyrir þessum viðburði í samvinnu við bókasöfn landsins. Í tilefni dagsins var boðið upp á kaffi, safa, kleinur og kex. Einnig voru ókeypis lestrardagbækur, bókamerki og blöðrur á boðstólnum.

Alþjóðlegur dagur læsis var 8. september. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. IBBY á Íslandi gaf út þennan dag bókina Nesti og nýjir skór í samvinnu við Mál og menningu. Nemendur landsins sem sitja í 1. bekk fá bókina að gjöf. Tilgangur gjafarinnar er að kynna yngstu kynslóðina fyrir barnamenningararfinum í von um að hann verði þeim gott veganesti á lestrarferðalagi lífsins. Bókin vex með börnunum – textarnir eru bæði mislangir og misþungir. Sumar sögurnar mun einhver lesa fyrir þau, en aðra mun þau með tíð og tíma geta lesið sjálf. Fyrsti bekkur, ásamt Fríði umsjónarkennara komu á bókasafnið og fengu bókina afhenta. Auk þess var lesið fyrir þau saga og þau fengu bókamerki og blöðrur að gjöf.

Hér má sjá nokkrar myndir þegar 1. bekkur kom á bókasafnið.