Nýjar bækur og blöð

6 des

Nú í skammdeginu er notalegt að koma sér fyrir með góða bók. Nú er mikið af nýjum bókum á bókasafninu og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig eru bækur með jólasögum svo það er um að gera að kíkja með börnin og leyfa þeim að velja sér bók til að lesa eða til að lesa fyrir þau. Það er fátt betra á þessum árstíma en sögu- og samverustund.