Siljan – Myndbandasamkeppni

8 mar

Barnabókasetur Íslands stendur fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.

Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því að gera lestur barna og unglinga sýnilegri og virkja hina ungu lesendur til jafningjafræðslu getum við fjölgað lestrarhestunum – fengið fleiri til að brokka af stað – og gert lestur að spennandi tómstundaiðju. Ekki veitir af!

Nemendur geta unnið einir eða í hópi. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku á árunum 2014-2015.

Skilafrestur rennur út 20. mars 2016.
Sjá nánari upplýsingar um keppnina: http://barnabokasetur.is/